Guide to Guiding: Að setja upp einleik með engum pening og takmörkuðum tíma — Lesa, skrifa, lifa.

Sjötta júlí 2020 stóð ég á litla sviðinu í Secret Cellar og fór með einleikinn Guide to Guiding. Þetta kvöld var hápunktur ferli sem stóð yfir í ár, þar sem Guide to Guiding fór úr því að vera fyndin hugmynd, í klárað verk. Það er erfitt að lýsa tilfinningunum á svona stund. Stolt er ein, […]

via Guide to Guiding: Að setja upp einleik með engum pening og takmörkuðum tíma — Lesa, skrifa, lifa.

Afmælisbörn 28. júlí 2020 — Glatkistan

Í dag eru á skrá Glatkistunnar átta tónlistartengd afmælisbörn: Söngkonan Birgitta Haukdal frá Húsavík er fjörutíu og eins árs gömul í dag. Birgitta hafði sungið í söngsýningum á Hótel Íslandi þegar hún gerðist söngkona Írafárs haustið 1999 og sló þar heldur betur í gegn. Hún varð síðar fulltrúi Íslands í úrslitum Eurovision keppninnar 2002, hefur […]

via Afmælisbörn 28. júlí 2020 — Glatkistan

Eins manns veisla — Konan sem kyndir ofninn sinn

Risahörpuskel er ekki ódýrt hráefni, sannarlega ekki, og maður er kannski ekki að bjóða tíu manns í mat og hafa risahörpuskel sem aðalrétt (ég tími því allavega ekki en ég er nú frekar nísk). En það getur verið mjög gott að hafa hana sem forrétt í góðu matarboði, þá þarf ekki nema kannski tvö – […]

via Eins manns veisla — Konan sem kyndir ofninn sinn

Skapandi fólk — Aukalíf

Kæri lesandi, nú horfir til verri vega. Innanlandssmitum fjölgar á ný og fólk er uggandi yfir ástandinu. Hinir verr upplýstu hrópa um að loka landamærunum á útlendingana sem smita okkur, þegar hið sanna er að flest þessara smita eru að koma með Íslendingum til landsins. Og nú erum við farin að smita hvert annað innanlands, […]

via Skapandi fólk — Aukalíf

Siglufjörður —

Við fórum um helgina til Siglufjarðar með tengdafjölskyldunni minni. Frábær ferð í alla staði! Við hefðum mátt vera heppnari með veður hinsvegar, en það rigndi allan tímann. Við lögðum af stað á fimmtudeginum upp úr hádegi og vorum ekkert að drífa okkur þar sem við vorum öll að reyna að vera í samfloti. Við stoppuðum […]

via Siglufjörður —

Ósýnilegi óvinurinn — Heimasíða Benedikts Jóhannessonar

Veirur eru ósýnilegur óvinur og hættulegar fyrir vikið. Þær ráðast að okkur þegar minnst varir og geta gert skelfilegt tjón. Ríkisstjórnin hefur líka verið nánast ósýnileg frá upphafi og valdið skaða. Hún kaus að auka útgjöld til þess að kaupa sér vinsældir. Framtíðin skipti engu. Staða ríkissjóðs er nú um 100 milljörðum lakari en ef stefnu […]

via Ósýnilegi óvinurinn — Heimasíða Benedikts Jóhannessonar

Lewitt on the Hummock — HLJÓÐMYND – SOUNDIMAGE

I recently noticed the best tripod I can get to avoid high levels of „mechanical wind noise“ in recordings. It is simply a hummock. I have many times recorded nature sound by leaving omni mics on the ground. But it has not been as simple for cardioid mics because it changes the EQ on the […]

via Lewitt on the Hummock — HLJÓÐMYND – SOUNDIMAGE

Kínóa salat með mango, chili, avocado og grilluðum risarækjum og sósur á þrjá vegu — Bjór & Matur

Vá þetta var langt nafn á færslu, mér fannst bara einhvern veginn ekki „rækjusalat“ koma nægilega vel út. Ég veit ekki hvað ég á að kalla þetta salat sem við Sigrún settum fyrst saman einn daginn í miðjum covid 19 faraldri en þetta er svakalega gott og sumarlegt salat. Þetta salat hefur slegið rækilega í […]

via Kínóa salat með mango, chili, avocado og grilluðum risarækjum og sósur á þrjá vegu — Bjór & Matur

Vinkonuferð til London – fyrri hluti — Lína og lífið

Einn morgun í vor var ég að rumska til að mæta í vinnu, þegar ég fékk skilaboð á messenger frá bestu vinkonu minni þar sem mikið óð á henni, þar sem hún hafði frétt það að Britney Spears væri á Evróputúr, en hana hefur alltaf dreymt um að sjá Britney á sviði. Við bókuðum okkur […]

via Vinkonuferð til London – fyrri hluti — Lína og lífið

Hin árlega Londonferð tvíburanna — Lína og lífið

Það vildi svo skemmtilega til að við vinkonurnar fórum aftur til London síðustu helgina í ágúst 2019, alveg eins og við gerðum árið 2018. Við flugum út á miðvikudagsmorgni, þann 21. ágúst. Eini munurinn er að nú fengu eiginmennirnir að koma með! Við lentum á Gatwick kl. 11.45, og fórum og fundum hótelið okkar. Ashburn […]

via Hin árlega Londonferð tvíburanna — Lína og lífið

HS Veitur: leynd hvílir yfir þóknun Kviku banka — Bærinn okkar

Fulltrúar minnihlutans í bæjarráði gagnrýna að upplýsingum um söluþóknun Kviku banka vegna sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum sé haldið leyndum fyrir almenningi. Tveimur dögum eftir að meirihlutinn samþykkti í bæjarráði að hefja söluferli á hlut bæjarins í HS Veitum var undirritaður ráðgjafarsamningur við Kviku banka. Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, gagnrýnir […]

via HS Veitur: leynd hvílir yfir þóknun Kviku banka — Bærinn okkar

„Hreðjalausar kuntur með lítinn heila“ — Málbeinið

Í byrjun þessa mánaðar gekk ég í hópinn Betra Ísland-forsetaframboð Guðmundar Franklín á Facebook. Fyrir allar kosningar lít ég á mig sem atkvæði í leit að flokki eða frambjóðanda og vildi því kynna mér málstað og áhersluþætti beggja frambjóðendanna. Ég varð fljótt þess áskynja í Betra Ísland að spurningar mínar varðandi stóryrtar fullyrðingar einstakra meðlima […]

via „Hreðjalausar kuntur með lítinn heila“ — Málbeinið

New Game+ Expo sýndi helling af nýjum PS titlum — PS Fréttir

Kynningunni New Game+ Expo var streymt á Netið í dag en þar sýndu mörg leikjastúdíó hvaða leikir koma frá þeim fyrir PlayStation á næstunni.

via New Game+ Expo sýndi helling af nýjum PS titlum — PS Fréttir

Um vinnubrögð — UTILE et DULCI

Þann 28. júní kom borðplatan inn í nýja eldhúsið. Langþráð og ægilega lekker. Rafvirki brást fljótt við og tengdi helluborðið svo nú er hægt að matbúa í þessu fáránlega flotta eldhúsi. Einnig tengdi hann eldhúsljósið flotta yfir tilvonandi eldhúsborði. Hann þarf að koma amk einu sinni enn til að taka upp tengingu sem hann setti […]

via Um vinnubrögð — UTILE et DULCI

Vatnadalur á laugardag — Fjallvegahlaup Stefáns

Laugardaginn 27. júní verður fjórða fjallvegahlaup sumarsins hlaupið um Vatnadal úr Gilsfirði norður í Steingrímsfjörð. Hlaupið er hluti af Hamingjuhlaupinu sem haldið er árlega í tengslum við bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík. Upphaflega var ætlunin að hlaupa yfir Kollabúðaheiði af þessu tilefni þennan dag, en þeirri áætlun var breytt þegar í ljós kom að rallýkeppni mun […]

via Vatnadalur á laugardag — Fjallvegahlaup Stefáns

Mánudagar… — gigi.is

Suma daga er maður uppfullur af hugmyndum og aðra daga langar manni bara að taka nokkur skref afturábak. Ég byrjaði á verkefni sem mér fannst snilldarhugmynd og ætti ekki að vera svo erfið í framkvæmd. Því meira sem ég vann í verkinu þeim mun fleiri ókostir varðandi það opnuðust. Það varð eiginlega of fyrirferðarmikið til […]

via Mánudagar… — gigi.is

Ánægjustund í eldhúsi í Þykkvabæ — Svarfdælasýsl

Eldhús getur hæglega verið skemmtistaður og eldamennskan gleðistund í góðum hópi. Hlöðueldhúsið í Oddsparti í Þykkvabæ hefur hlotið eldskírn sína. Það stóðst prófraunina með glæsibrag og rekstrarleyfi fyrirtækisins er væntanlegt á hverri stundu. Þá geta Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson ýtt úr vör með frumkvöðlastarfsemi sína undir þaki þar sem fyrr á árum var hýst […]

via Ánægjustund í eldhúsi í Þykkvabæ — Svarfdælasýsl

Jónas Reynir Gunnarsson hlýtur Maístjörnuna — Rithöfundasamband Íslands

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita verðlaun fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2019. Verðlaunin, sem bera heitið Maístjarnan, voru afhent í fjórða sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 27. maí. Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2019 hlýtur Jónas Reynir Gunnarsson fyrir bókina Þvottadagur Í umsögn dómnefndar um verðlaunabókina segir: „Þvottadagur er afar […]

via Jónas Reynir Gunnarsson hlýtur Maístjörnuna — Rithöfundasamband Íslands

Af hverju drekka Kínverjar heitt vatn? — Miðríkið

Íslendingar sem ferðast hafa til Kína eða sem hafa starfað í ferðaþjónustu og þjónustað Kínverja, hafa eflaust kynnst því að Kínverjar eru ekki hrifnir af því að drekka kalt vatn. Undantekningarlaust er beðið um heitt vatn eða te með matnum og hraðsuðuketill er staðalbúnaður á hótelherbergjum. Margur Íslendingurinn hefur furðað sig á þessu, enda þykir […]

via Af hverju drekka Kínverjar heitt vatn? — Miðríkið

Chicken Cacciatore — Hrönn Hjálmars

Kjúklingapottréttur ítalska veiðimannsins – getur ekki klikkað! Planið var að taka 1. tilraun í að baka súrdeigs focaccia með ólífum en þá fattaði ég að það væri nauðsynlegt að hafa „meðlæti“ með því svona þar sem það var kvöldverðartími á sunnudegi 😉 Ég googla oft eftir því hvað ég á í ísskápnum og hef í […]

via Chicken Cacciatore — Hrönn Hjálmars

Grænmeti í súrdeigstempura — NÝBAKAÐ

Við borðum rosalega mikið grænmeti á okkar heimili. Frá áramótum höfum við verið í áskrift hjá Austurland Food Coop og fáum því vikulega fullan kassa af frábæru grænmeti og ávöxtum. Ég get ekki lýst því hvað ég elska þessa áskrift mikið. Það er svo gaman að elda úr svona góðu hráefni og maturinn verður svo […]

via Grænmeti í súrdeigstempura — NÝBAKAÐ

Gististaðir sumarið 2020 — geirgigja

Mikið hefur verið rætt um ferðaþjónustu undanfarna daga og eru þar mjög skiptar skoðanir. Þar eru margir með sleggjudóma um okur í ferðþjónustu og að lausnin fyrir ferðaþjónustuna sé einfaldlega að lækka verðin til að höfða til innlendra ferðamanna. Þar sem að ég starfa í hótelbransanum þá þykir mér þetta áhugaverð og auðvitað alröng umræða. […]

via Gististaðir sumarið 2020 — geirgigja

Þrír lager bjórar til að smakka í sumar. — Vínsmakkarinn

Bjórarnir voru allir þokkalega góðir, hver á sinn hátt, þeir voru mismunandi léttir en allir mjög ferskir og svalandi eins og góðir sumar bjórar eiga að vera. En við skulum byrja á léttasta bjórnum.

via Þrír lager bjórar til að smakka í sumar. — Vínsmakkarinn

5 uppáhaldsolíurnar mínar – við heimilisþrifin — Heilsumamman

Jæja… smá framhald af ilmkjarnaolíu umræðunni. Síðast sagði ég ykkur frá hvaða olíur ég nota mest í eldhúsinu: https://heilsumamman.com/2020/04/09/5-uppahalds-ilmkjarnaoliurnar-i-eldhusinu/ Eins og áður sagði eru ilmolíur frábært hjálpartæki fyrir heilsusamlegan lífstíl. Þær eru sniðugar til að þrífa heimilið þar sem sumar náttúrulega örverueyðandi og bakteríudrepandi. Mikið af hreinsiefnum sem seld eru í stórmörkuðum eru stútfull af […]

via 5 uppáhaldsolíurnar mínar – við heimilisþrifin — Heilsumamman

Addobe og Affinity myndvinnsla — Myndvinnsla

Með þessari síðu er hugmyndin að vera með kennslumyndbönd fyrir nemendur mína og áhugasama um tvo hugbúnaðarpakka, þann allra vinsælasta í heiminum í dag, Addobe hugbúnaðarpakkinn og Affinity, sem er sambærilegur Addobe, nema mun einfaldari og ódýrari. Addobe Creative Cloud Þetta er sá allra vinsælasti hugbúnaðarpakki heimsins og hentar best atvinnufólki í hönnunar- og kvikmyndabransanum […]

via Addobe og Affinity myndvinnsla — Myndvinnsla

Allar sálir skipta máli … líka þær ófæddu. — JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

Hefur þú fengið hugarfóstur? – og hvað ef þessi hugsun var um barn sem þig langaði að eignast? – Kannski varð til sál við þessa hugsun, sál sem varð aldrei að líkama, en var samt barnið þitt? – Stundum ná fóstrin lengra og fá líkama – og byrja að þroskast í móðurkviði, en […]

via Allar sálir skipta máli … líka þær ófæddu. — JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

Minn hlátur er sorg — SURMELISM

Frá því að ég kynntist Ástu Sigurðardóttur þegar ég las og svo seinna kenndi íslenska bókmenntasögu hefur mér alltaf þótt hún sveipuð mikilli dulúð og leynd. Ég vissi að hún lifði óvenjulega lífi fyrir konu um miðja síðustu öld. Var skáld og myndlistamaður, bóhem, óvenjulegt peð í tafli bókmennta. Módel svölustu portrettmyndar tuttugustu aldarinnar. Eiginkona […]

via Minn hlátur er sorg — SURMELISM